Umsóknareyðublað
Ýlir – Tónlistarsjóður Hörpu fyrir ungt fólk hefur það að markmiði að styðja ungt tónlistarfólk og veita því tækifæri til að koma fram í Hörpu. Sjóðurinn styður við verkefni af ólíkum toga og vill þannig ýta undir fjölbreytt tónlistarlíf í Hörpu.
Vinsamlegast kynnið ykkur úthlutunarreglur sjóðsins, sem nálgast má hér á heimasíðu sjóðsins; http://www.ylir.is/uthlutunarreglur
- Vinsamlegast fyllið út alla reiti umsóknarinnar og fylgið þeim leiðbeiningum sem þar eru gefnar
- Umsóknum skal skilað rafrænt (með því að smella á „Senda“ neðst í umsókn)
- Við mælum með að umsækjendur prenti út eða visti umsóknina sem pdf og geymi hjá sér
Spurningar?
Vinsamlegast beinið spurningum er varðar salarleigu, útbúnað og kostnað til Hörpu. Hægt er að hafa samband við skrifstofu Hörpu í síma 528 5000, eða með tölvupósti á tonleikar@harpa.is
Spurningar er varða umsóknarferlið sjálft og starfsemi Ýlis skal beint til stjórn sjóðsins, ylir@ylir.is
AthugiðVið viljum benda umsækjendum á að jafnvel þó eitthvað geti reynst óljóst í áætlunum verkefnisins á þeirri stundu sem umsóknin er fyllt út, þá er nauðsynleg að fylla út í alla efnisliði hennar. Dagsetningar og aðir liðir þess geta breyst síðar. Vinsamlegast notið reitina í lið nr. 8 til að gera grófa kostnaðaráætlun fyrir verkefnið. Við mælum með því að þar sé gert ráð fyrir stuðningi Ýlis, þ.e.a.s þeirri upphæð sem sótt er um, í fjárhagáætluninni.
Við óskum ykkur góðs gengis við útfyllingu umsóknarinnar.
- Stjórn Ýlis - tónlistarsjóðs Hörpu fyrir ungt fólk