• Forsíða
  • Umsóknareyðublað
  • Úthlutunarreglur
  • Hvernig gekk?
  • Styrkþegar
  • Um Ýli

Úthlutunarreglur

Ýlir – Tónlistarsjóður Hörpu fyrir ungt fólk hefur það að markmiði að styðja ungt tónlistarfólk og veita því tækifæri til að koma fram í Hörpu.

  1. Umsækjendur geta verið einstaklingar, hljómsveitir, hópar eða félagasamtök.
  2. Umsóknum skal einungis skila á rafrænu eyðublaði sjóðsins.
  3. Í fjárhagsáætlun umsóknar skal þess getið í hvaða aðra sjóði sótt hefur verið um styrk fyrir verkefninu, eða ráðgert er að sækja um til á þeim tímapunkti sem umsóknin er gerð. Sjóðurinn lítur það jákvæðum augum að verkefni hljóti einnig styrkveitingu annarstaðar frá.
  4. Sjóðurinn lítur til eftirtalda atriða við afgreiðslu umsókna
    • Að verkefnið henti og nýti möguleika Hörpu sem tónlistarhúss
    • Að verkefnið hafi möguleika á að höfða til nýrra áheyrandahópa
    • Að umsókn verkefnisins sýni fram á að hér sé á ferð bæði metnaðarfullt og framkvæmanlegt verkefni.
    • Að verkefnið samræmist þeim markmiðum stjóðsins að styðja við og ýta undir fjölbreytt tónlistarlíf í Hörpu.
  5. Styrkur sjóðsins miðar að því að styðja ungt tónlistarfólk við að koma fram í Hörpu. Skilyrt er að styrkur sjóðsins fari í að greiða aðstöðugjöld og annan kostnað sem hlýst af tónleikahaldinu.
  6. Sjóðurinn hefur ekki milligöngu um samskipti eða bókanir fyrir Hörpu. Styrkþegi sér um greiðslu gjalda til Hörpu. Harpa á ekki kröfurétt á sjóðinn.
  7. Sjóðurinn ber ekki fjárhagslega ábyrð á verkefnum sem styrk hljóta.
  8. Sjóðurinn skal ekki hafa tekjur af neinu þeirra verkefna sem hljóta styrk. Sá fjárhagslegi ávinningur sem kann að hljótast af verkefninu, t.a.m. í formi miðasölu, skal fyrst og fremst nýtast þeim tónlistarmönnum sem taka þátt í verkefninu.
  9. Hámarksstyrkur sjóðsins við einstakt verkefni við hverja úthlutun er 1.500.000,-. Þess skal getið að umrædd upphæð er hámark, en ekki endilega viðmið við styrkúthlutanir. Sjóðurinn áskilur sér rétt til að gera langtímasamninga um stuðning til lengri tíma.
  10. Miðast skal við að styrkur greiðist út að verkefni loknu. Senda þarf reikning fyrir styrkupphæð á ylir@ylir.is
  11. Sjóðsins skal getið og merki hans (logo) birt í því kynningarefni sem birt er og gefið er út í tengslum við þau verkefni sem styrkt eru. Styrkþegi skal geta þess í kynningu sinni á verkefninu, þar með töldum í fréttatilkyningu og á samfélagsmiðlum ef það á við, að verkefnið sé styrkt af sjóðnum.
  12. Styrkþega ber að skila stuttri greinargerð til sjóðsins, áður en greiðsla styrks er framkvæmd. Greinargerðin er í formi eyðublaðs á heimasíðu sjóðsins. Sjóðurinn fer einnig þess á leit að ef um er að ræða útgáfu á kynningarefni og efnisskrá í tengslum við verkefnið sé það sent sjóðnum.
  13. Stjórn sjóðsins áskilur sér rétt til að afturkalla styrkveitingu ef hún metur það sem svo að tvísýnt sé um framvindu verkefnisins, eða að ljóst þyki að ekki verði að viðburðinum.
  14. Sjóðurinn áskilur sér rétt til að hafa frumkvæði að styrkjum utan við auglýst umsóknarferli sem uppfylla skilyrði þstofnskrá sjóðsins.
  15. Sjóðurinn veitir ekki rökstuðning fyrir afgreiðslu umsókna.
Ýlir á Facebook

Ýlir, tónlistarsjóður Hörpu fyrir ungt fólk - Austurbakki 2 - 101 Reykjavík - ylir@ylir.is